Æfingakerfi

SPURT OG SVARAÐ

Hér er hægt að lesa svör við algengum spurningum er varða Kerrupúlsiðkun:

Hvenær er æskilegt að byrja í Kerrupúli eftir fæðingu?

Svar: Það er mjög einstaklingsbundið hvenær kona og barn þess er tilbúið til að hreyfa sig eftir meðgöngu og fæðingu. Almenn þumalputtaregla er þó sú að ef að móður og barni heilsast almennt  vel, líkamlega, þá er ekkert því til fyrirstöðu að byrja. Einnig er þetta aðeins háð veðri. Við höfum fengið allt niður í 3-4 vikna börn á sumrin en þau eru orðin aðeins eldri á köldum vetrarmánuðum.  Bíða ætti þar til úthreinsunin er búin hjá móður.  Ef fæðing var með keisaraskurði,  þá er nauðsynlegt að leyfa skuðinum  að gróa vel og oftast er miðað við 6 vikurnar þar til má fara að stunda hreyfingu af krafti.  Allaf er hægt að koma í prufutíma og kostar hann 1000kr sem gengur svo upp í námskeiðsverð ef haldið er áfram og því hvetjum við þig til að koma og prófa með okkur.

Hvernig er æskilegt að vera klæddur í Kerrupúlinu?

Svar: Vertu í góðum skóm, hlaupaskór eða góðir gönguskór þegar þannig viðrar eru besti kosturinn. Alveg flatbotna íþróttaskór, sem eru ætlaðir til dags daglegrar nota en ekki til íþróttaiðkunar, geta verið varasamir og aukið hættu á að þú misstígir þig og meiðir þig á ökkla.
Góður íþróttabrjóstahaldari er  LÍFSNAUÐSYNLEGUR, gjafahaldararnir halda því miður oftast ekki nógu vel þegar verið er að hreyfa sig af krafti eins og við gerum í kerrupúlinu!
Gott er að klæða sig í nokkur lög af fötum því í íslenskri veðráttu er gott að geta fækkað lögunum eftri því sem manni hitnar í púlinu, og bætt síðan aftur á sig þegar við stoppum til að gera æfingar og teygjur. Alltaf er betra að vera meira klæddur en minna og geta frekar fækkað fötum.

Hvað er hver tími langur?

Svar: Hver tími er ein klukkustund.  Mikilvægt er að vera mætt tímanlega, því við leggjum af stað á slaginu. Gott er að hafa símanúmer  þjálfaranna í símanum hjá þér, til að  hringja ef þú ert sein og við vísum þér til okkar.

Hvað þarf ég að hafa með mér í tímann?

Svar:

Vatnsbrúsa

Regnslá á vagn

Það sem þú þarft fyrir barnið (sniðugt að hafa eitthvað dót)

Svo er gott að muna eftir að hafa góða skapið og rétta hugarfarið með sér og þá lofum við ykkur ánægju og árangri

Má koma með eldra barn með sér í tímann?

Svar: Það er ekkert mál! Ef barnið er á skólaaldri er tilvalið að koma með hlaupahjól eða hjól fyrir barnið og það getur hjólað með okkur um stígana. Ef þið erum með annað barn á leikskólaaldri, og ykkur vantar kerrupláss, þá eru þjálfarar alltaf með tómt pláss í sinni kerru og því ekkert mál að fá að sitja þar. Það er eingöngu greitt fyrir móður og einn vagn/kerru.

Hvar er best að leggja bílnum?

Svar: Við hittumst alltaf við innganginn á Húsdýragarðinum og því er best að leggja bílnum á bílastæðinu fyrir framan Skautahöllina og Fjölskyldu-og húsdýragarðinn.

Er kennt í hvaða veðri sem er?

Við erum með námskeið allan ársins hring, líka á veturnar þegar það er snjór. Ef það er stormviðvörun fellum við niður tíma, og einnig ef frostharkan er mjög mikil (fer niður fyrir -8°C)!

Hvernig skrái ég mig á námskeið?

Svar: Best er að senda okkur tölvupóst á kerrupul@kerrupul.is með eftirfarandi upplýsingum:

Fullt nafn

Kennitala

Símanúmer

Netfang

Klukkan hvað viltu vera á námskeiði og hvenær viltu byrja?