Nú getur þú valið um tímann kl 10 eða kl 11 í Kerrupulinu í Laugardalnum! Erum alltaf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum:) Hlökkum til að sjá þig í fæðingarorlofinu þínu!

Nú getur þú valið um tímann kl 10 eða kl 11 í Kerrupulinu í Laugardalnum! Erum alltaf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum:) Hlökkum til að sjá þig í fæðingarorlofinu þínu!
Hipp hipp húrra…………við erum 5 ára núna í ágúst! Til hamingju við og til hamingju þið mömmur sem hafið gert Kerrupúlið að því sem það er í dag. Án ykkar værum við ekki til. Í tilefni afmælisins verða dregnir út veglegir vinningar vikulega. Þú þarft aðeins að skrá þig eða einhvern sem þú þekkir á… nánar
Ert þú í fæðingarorlofi í ágúst og langar til þess að komast í gott form eftir barnsburð………komdu með okkur í dalinn, í gott púl í frábærum félagsskap og barnið þitt sefur vært í vagninum á meðan. Við tökum vel á móti þér og krílinu þínu!
ATH: Kerrupúlstímarnir verða sameinaðir frá og með 1 júlí og fram að sumarfríi. Við byrjum því kl 10:00 í stað 9:30 og 10:30 í fyrramálið!!!
Nýtt 4 vikna námskeið hófst í vikunni. Hafðu samband og komdu með okkur. Kerrupúlið fer svo í stutt sumarfrí 21 júlí-4 ágúst og svo byrjum við aftur á fullum krafti eftir verslunarmannahelgi!
Ný námskeið hefjast í fyrramálið! Þú getur mætt með krílið þitt í Laugardalinn kl 9:30 eða 10:30. Við hittumst við innganginn á Húsdýragarðinum/Grasagarðinum. Tökum vel á móti þér í fæðingarorlofinu þínu!
Frábært sumartilboð fyrir tímabilið 26 maí til 29 ágúst, að frátöldu tímabilinu 21 júní-4 ágúst(báðir dagar þar með taldir), vegna sumarleyfis. Komdu og æfðu í frábæru umhverfi, 3x í viku í fæðingarorlofinu á þessu hagstæða verði.
Í dag 26 maí byrja ný sumarnámskeið í dalnum. Tryggðu þér pláss fyrir sumarið og komdu og leyfðu okkur að gera fæðingarorlof þitt enn eftirminnilegra:)
Staðan er þannig hjá okkur núna að námskeiðið kl 9:30 er fullt en það eru laus pláss í seinni hópinn. Tryggðu þér pláss fyrir sumarið!
Ný námskeið hefjast eftir helgi, 28 apríl. Við ætlum að vera með tvo hópa, einn kl 9:30 og annan kl 10:30. Tryggðu þér pláss fyrir sumarið og gerðu fæðingarorlof þitt enn skemmtilegra og fjölbreyttara:) Hlökkum til að sjá þig og krílið þitt í dalnum