Æfingakerfi

KERRUPÚL

sumarfors_pic

Kerrupúl er útivistar-og líkamsræktarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra í vögnum eða kerrum. Kerrupúl er alhliða æfingakerfi byggt á þol og styrktarþjálfun, fyrir mæður sem vilja rækta líkama og sál eftir barnsburð. Kerrupúlstímar eru byggðir upp á upphitun, kraftgöngu og stöðvaþjálfun, lögð er áhersla á þá vöðvahópa sem þarfnast styrkingar eftir barnsburð. Barnið fær að koma með og njóta útiverunnar og samverunnar við móður og önnur börn. Hlökkum til að sjá ykkur allar og krílin ykkar!