Æfingakerfi

Category Archives: Fréttir

Kerrupúl 3 september 2018

Kerrupúl 3 september 2018

Haustið dásamlega í Laugardalnum er þá mætt í allri sinni dýrð og við ætlum að hefja leika í Laugardalnum næstkomandi mánudag á okkar frábæru kerrupúlsnámskeiðum.
Kerrpúlsnámskeið er útivistar og líkamsræktarnámskeið þar sem við örkum/skokkum og gerum æfingar með eigin líkamsþyngd í fallegu umhverfi í Laugardalnum.
Við hittumst stundvíslega kl 10:00 fyrir framan innganginn á Húsdýragarðinum/Grasagarðinum. Næg bílastæði þar hjá við skautahöllina.
Við hvetjum ykkur til að klæða ykkur eftir veðri en aðallega í þægilegum íþróttfatnaði og frekar fleiri lögum en færri, því þið verðið fljótar að hitna. Við mælum með að þið séuð með vetlinga, sérstaklega ef þið eruð með barnið á brjósti, og jafnvel þó það sé hlýtt úti. Bæði setjum við hendur stundum í jörðu og svo er fylgni á milli brjóstastífla og handkulda. Einnig mælum við með því að hafa vatnsbrúsa með í för og vera duglegar að drekka á æfingunni og strax eftir æfinguna
Við byrjum rólega en Kerrupúlið virkar þannig að það hentar öllum. Bæði byrjendum sem og lengra komnum en allar eigið þið það sameiginlegt að vera nýbúnar að eignast barn þó svo formið sé auðvitað misjafnt hjá hverri og einni á meðgöngu og fyrir meðgöngu. Markmiðið er að styrkja okkur og bæta eftir barnsburðinn með skemmtilegum og krefjandi æfingum úti í nátturunni um leið og við njótum samvista með barninu okkar og öðrum mæðrum á svipuðum stað í lífinu.
Námskeiðið er 12 vikna 3 sept til 24 nóvember og er kennt alla mán, mið og fös kl 10-11
Verðið er 25990kr og greiða þarf inn á eftirfarandi reikning í síðasta lagi eftir fyrsta tímann.
313-13-700734      kt.5901102560
Enn er laust pláss á námskeiðið, svo endilega dragið vinkonur með ykkur og breiðið boðskapnum. Ef einhverra hluta vegna þú ert á þessum póstlista og getur ekki verið með okkur á námskeiðinu, vinsamlegst staðfestu það með því að svara þessum pósti. Annars gerum við ráð fyrir þér á námskeiðinu.
Ef einhverjar spurningar eru, endilega sendið okkur línu.
Hlökkum annars til að sjá ykkur hressar og kátar næst mánudag
Kerrupúlsnámskeið 9 apríl – 30 júní

Kerrupúlsnámskeið 9 apríl – 30 júní

Kerrpúlsnámskeiðin eru eins og Lóan….svona ljúfur vorboði. Ertu í fæðingarorlofi og langar til að eiga frábært vor/sumar með barninu þínu? Langar þig til að styrkja þig á líkama og sál eftir barnsburð úti í fallegu umhverfi Laugardalsins? Þá eru þetta námskeið fyrir þig Sendu okkur línu á kerrupul@kerrupul.is og við tökum vel á móti þérnánar

Kerrupúlsnámskeið 3 apríl 2017

Vorin eru dásamlegur tími í Laugardalnum. Hvað er betra í fæðingarorlofinu en að hefja daginn á góðu púli í frábærum félagsskap í ferska loftinu. 3 mánaða námskeið; apríl, maí, júní mán, mið og fös kl 10:00-11:00 verð: 24990kr Skráðu þig á kerrupul@kerrupul.is  

Kerrupúlsnámskeið vorið 2016

Leiktu þér í form eftir barnsburð með okkur í Kerrupúlinu þetta vorið! Laugardalurinn tekur vel á móti þér í fæðingarorlofinu, undir faglegri leiðsögn í frábærum félagsskap alla mán, mið og fös morgna kl 10:00-11:00

2016 rúllar vel af stað í Kerrupúlinu

2016 rúllar vel af stað í Kerrupúlinu

Ert þú í fæðingarorlofi og langar til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu eftir barnsburð! Þá er Kerrupúlið fyrir þig. Komdu í Laugardalinn og prófaðu okkar vinsælu námskeið. Þú æfir undir faglegri leiðsögn í litlum hópum, meðan barnið sefur í vagninum. Vetrartilboðsverð fyrir jan,feb og mars er 23990kr. Annars eru 4 vikur á 10990kr og 8 vikurnánar

31 ágúst hefst haustið í Kerrupúlinu

31 ágúst hefst haustið í Kerrupúlinu

Það er fátt betra en að koma rútínunni í farveg á haustin og Kerrupúlsnámskeiðin auka bæði vellíðan og heilsu nýbakaðra mæðra í fæðingarorlofinu. Komdu og prófaðu einn tíma og vittu til hvort þetta sé ekki námskeið fyrir þig!

Sumartilboð: 12 vikur á 23990kr

Sumartilboð: 12 vikur á 23990kr

Dalurinn kemur vel undan vetri og nú eru frábærir tímar framundan í kerrupúlinu, hægt að leggjast í grasið og styðjast við lautirnar til að gera skemmtilegar og krefjandi æfingar. Hlökkum til að taka vel á móti þér í fæðingarorlofinu þetta sumarið. Sumartilboðsverðið er aðeins 23990kr fyrir 3 tíma í viku á lokuðu námskeiði, í alltnánar

Nýtt ár, ný námskeið

Nýtt ár, ný námskeið

Gleðilegt árið kæru mömmur í fæðingarorlofi Ný námskeið hófust hjá okkur núna 5 janúar. Við erum á sama stað og sama tíma og áður, þeas mán, mið og fös kl 10:30 í Laugardalnum. Veðrið hefur tekið hressilega á móti okkur á þessu nýja ári, en það þarf ekkert að óttast, það eru bæði upphituð ognánar

Fylgst með mengunarskilyrðum

Fylgst með mengunarskilyrðum

Við mælum með því að þið fylgist með mengunarskilyrðum á morgnanna áður en tími hefst í Kerrupúli. Ef skilyrðin eru eru yfir hættumörkum/viðmiðunarmörkum þá teljum við réttast að fella niður Kerrupúlstíma. Hins vegar bjóðum við upp á útipúlstíma í hádegi og seinnipart sem mömmurnar geta þá mætt í, í staðin, ef þær komast frá barninánar