Æfingakerfi

REYNSLUSÖGUR

Reynslusaga frá Ragnildi Steinunni móðir stúlku fædd 2010:

Ég frétti fyrst af kerrupúlinu í gegnum vinnuna mína og hugsaði strax ,,vá þetta er eitthvað sem ég væri til í þegar ég verð nýbökuð móðir”. Ári seinna var ég mætt í Laugardalinn með barn og bros á vör. Mér fannst kerrupúlið frábært í alla staði. Í fyrsta lagi var þetta góð gulrót til þess að koma sér af stað eftir fæðinguna og það var æðislegt að hitta fleiri nýbakaðar mæður. Kerrupúlið var góð byrjun á góðum degi og mér fannst líkami minn vera í öruggum höndum. Þjálfarar námskeiðsins sáu til þess að gerðar væru æfingar bæði fyrir konur í lélegu formi og í góðu formi. Ég var vel á mig komin eftir fæðinguna og hélt að kerrupúlið yrði ,,kaffihúsaspjall” fyrir mig en svo var alls ekki. Æfingarnar tóku vel á og það var gott að fá harðsperrur.
Ég er harðákveðin í að skrá mig í kerrupúl aftur með næsta barn og hvet allar mæður til að gera slíkt hið sama!

Reynslusaga frá Kristbjörgu Héðinsdóttur, móðir tveggja stúlkna, fæddar 2007 og 2010 

Ég heyrði fyrst af kerrupúlinu í gegnum konu sem er gift frænda mannsins míns og þá var ég sjálf ólétt, var svo sem ekki mikið að spá í þetta þá en ég mundi eftir þessu og kynnti mér þetta svo í framhaldinu þar sem ég var harðákveðin í því að koma mér í gott líkamlegt form sem fyrst, það á mjög illa við mig að vera í engu formi :)   Það var því úr að ég hafði samband við vinkonu mína sem eignaðist sína stelpu þrem klst eftir að ég átti mína :)   Við vorum því alveg samstíga og hún var meira en lítið til í að koma með mér, við vorum því mættar í júní með fimm vikna stelpur í vögnunum.  Veðrið var dásamlegt, umhverfið í Laugardalnum himneskt og ekki skemmdi fyrir hvað  kennararnir voru skælbrosandi og ljúfar þegar þær tóku á móti okkur, mér leið strax vel!!

Í júní þegar ég byrjaði þá var Kerrupúlið tvisvar í viku, (vegna sumarfría) og það hentaði mér mjög vel af því ég byrjaði þetta snemma, stelpan bara fimm vikna, þá fannst mér maður heldur ekki vera að ganga of hart að sér og þar sem ég bý í Garðabænum  að þá fannnst mér þetta ekki neitt of mikið mál, að koma stelpunni og vagninum í bílinn tvisvar í viku og bruna niður eftir og svo þegar maður komst upp á lag með þetta og maður fann að þolið var að aukast með hverri vikunni sem leið að þá var svo frábært að komast þrisvar í viku í ágústmánuði og þetta styrkti mig svo mikið, bæði líkamlega og ekki síður andlega, hreinlega mannbætandi eftir barnsburð og bara mannréttindi hverrar konu sem hefur alið af sér barn að fá að koma til ykkar í Kerrupúlinu, enda er ég ólöt við að segja öllum sem heyra vilja að þetta sé málið.  Útiveran gerir manni líka svo gott, að “drekka” í sig hreina loftið í gróðrinum í Laugardal og koma svo heim og finnast líkaminn eiga e-ð gott og hollt skilið, þetta er bara vítamín fyrir allan daginn!

Það sem mér finnst líka svo frábært við uppbyggingu námskeiðisins er að það er mikið einblínt á stóru vöðvahópana, lærin, rass o.s.frv., og þar með erum við að auka brennsluna á þessum svæðum og ég held ég geti talað fyrir allar mömmur að það er það sem þær vilja :)   Burt með rass og læri….svona að mestu alla vega!

Það skemmtilegasta við þetta er hvað Kerrupúlsnámskeiðið fór fram úr mínum væntingum, ég svo sem vissi ekki alveg hverju ég átti von á, ég er sjálf mest vön því að hreyfa mig úti, ganga á fjöll og hjóla o.s.frv en ég verð að segja að námskeiðið var betra en ég þorði að vona, hrikalega gott að geta verið úti og að barnið geti sofið á meðan maður er sjálfur að púla, maður þarf ekkert að hafa áhyggjur af barninu á meðan.

Mér finnst langt síðan þolið mitt hefur verið svona gott og því fer fjarri að það hafi verið svona gott eftir að ég átti eldru stelpuna, ég get svo bætt því við að eftir ca 5 mánuði í Kerrupúlinu að þá fór ég ásamt annarri í Útipúl í 2 mánuði og það var sko alveg magnað, manaði mig svo í að fara í mitt fyrsta hlaup, sem var 10 km Gamlárshlaup ÍR og það gekk fínt, komst alla leið og allt :)    Svo nú er það bara upp upp mín sál og líkami!
Ég myndi pottþétt fara aftur í Kerrupúl ef ég eignaðist annað barn, það er enginn efi í mínum huga!!

Reynslusaga Kristínar Hrefnu móðir stúlku fædd 2010:

Dóttir mín var aðeins fjögra vikna þegar ég byrjaði að mæta í Kerrupúl og ég vil meina að það hafi verið stór hluti af því að fæðingarorlofið var svona ánægjulegt hjá okkur mæðgum. Æfingakerfið er frábært og gangan, skokkið og þrekið gerði mér mjög gott en það að vera úti í góða loftinu í Laugardalnum var alveg einstakt. Ég hefði aldrei verið svona duglega að drífa mig út að gera eitthvað ef það hefði ekki haft reglulega dagskrá til að drífa mig áfram. Það verður einfaldlega auðveldara að skjótast út í bæ að hitta vinkonurnar eða eitthvað í heimsókn þegar maður er búinn að drífa sig út um morguninn og er endurnærður eftir púlið.
Ég tók mér hlé eftir þrjá mánuði því ég ætlaði að fara að vera svo duglega að fara sjálf út að labba og gera æfingar en fannst það svo alveg ómörgulegt því að það bara vantar eitthvað þegar maður hefur ekki þessar ákveðna stund og stað til að reka sig áfram. Þá skráði ég mig bara aftur og mætti aftur þegar sumarfrí fjölskyldunnar voru afstaðin og það var vel tekið á móti mér.
Félagsskapurinn var mér mikilvægur, ég kynntist yndislegum mæðrum sem voru líka stór hluti af þessum skemmtilega tíma. Ekki var svo verra að kennararnir er frábærir og duglegar að hvetja mann áfram og gefa manni góð ráð. Ef ég verð svo heppin að eingast annað barn er ég því staðráðin í að mæta aftur í púlið og njóta þess að hreyfa mig í Laugardalnum í skemmtilegum félagsskap.

Reynslusaga frá Bjarnheiði, móðir stúlku fædd 2010

Ég heyrði fyrst að kerrupúli hjá samstarfskonum.  Fannst þetta hljóma vel.  Ákvað svo að prófa  þremur mánuðum eftir að dóttir mín fæddist og varð sko ekki fyrir vonbrigðum.  Mér fannst svo fínt og hressandi  að púla aðeins úti og í fallegu umhverfi sem Laugardalurinn er.  Byrjaði í ágúst og var fram eftir hausti í þvílíkri haustlitagleði.  Svo voru kennararnir svo skemmtilegir og félagsskapurinn góður.

Það sem kerrupúlið gerði fyrir mig var bæði gott fyrir sál og líkama.  Alltaf gott að hreyfa sig og svitna.  Ég held að margir haldi að maður sé bara aðeins að rölta með vagnana en það er ekki svo.  Heldur tekur maður  vel á og svitnar mikið.  Auðvitað ræður maður sínum hraða en þetta getur verið mikið púl ef maður vill.  Mér fannst líka gott að hafa alltaf eitthvað ákveðið að stefna að þrisvar í viku.  Maður getur orðið leiður á að vera alltaf heima þó að barnið veiti manni mikla gleði.  Svo skemmdi ekki fyrir að maður missti nokkur kíló.

Ég fór fyrst á 8 vikna námskeið og tók svo hlé í tvær vikur en fann þá hvað ég saknaði þessi mikið að hreyfa mig að ég fór aftur.

Ég myndi hiklaust mæla með þessu og mun örugglega fara aftur með næsta barn.  Svo er þetta líka ódýrara en mörg önnur námskeið sem eru inni í líkamsræktarstöðvum.

Sigríður Pétursdóttir, 28 ára.  Börn: Fanney Sif 11 ára (stjúpdóttir mín), Helga Lind 3 ára & Máney Petra 5 mánaða

Þegar ég var ólétt af mínu öðru barni síðastliðinn vetur, þjáðist ég af mikilli grindargliðnun. Hún gerði það að verkum að öll verk urðu erfiðari, ég átti erfitt um gang og meðgangan því öll erfiðari fyrir vikið. Þegar stelpan mín kemur svo í heiminn 7. Júlí 2009 þá hverfur grindargliðnunin sem betur nánast alveg og ég er öll hin hressasta. Þegar Máney Petra er orðin 4. vikna sé ég myndbrot um kerrupúlið í kastljósinu og hringi samstundis í Melkorku og skrái okkur mæðgur á námskeið. Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðin enda er ég ennþá í Kerrupúlinu og mæti í hvernig veðri sem er og arka um laugardalinn með frábærum kennurum, svo ég tali nú ekki um konurnar sem eru með mér! Ef veður er vont  þá klæðir maður sig bara betur. Í dag get ég ekki hugsað mér að fara inn á líkamsræktarstöð með krílið mitt, heldur nýt þess að vera úti í náttúrunni, anda að mér fersku lofti og púla svo um munar. Kerrupúlið hefur gefið mér aukna orku, ég hef styrkst til muna, fáein kíló hafa runnið af mér og síðast en ekki síst þá hef ég komist að því að útivist á frábærlega við mig. Ég ætla að halda ótrauð áfram og mæta þangað til fæðingarorlofið er búið og hvet allar nýbakaðar mæður að prófa!   .

 Ég var að leita að einhverri líkamsrækt sem gæti hentað mér eftir  barnsfæðingu þegar ég rakst á auglýsingu um Kerrupúlið.  Mér fannst þetta snilldar hugmynd, fara bara með krílið með mér í Laugardalinn og púla. Kerrupúlið er byggt upp með frábærum þol- og styrktaræfingum sem henta öllum, hvernig sem formið er. Ég hef þurft að glíma við mikla sorg og gleði á stuttum tíma og hef verið mjög meðvituð um mína andlegu heilsu eins og þá líkamlegu.  Ég þakka því að ég dreif mig í kerrupúlið að ég hef átt auðveldar með að takast á við daglegt líf og getað sinnt mér og mínum. Þjálfunin, útiveran með barninu og frábær félagsskapur er það besta sem ég gat fengið.  Það hefur líka komið skemmtilega á óvart er alltaf gott veður í Laugardalnum :-)   -Þriggja barna móðir í Reykjavík

Ég skráði mig í Kerrupúl því mér fannst það tilvalin leið til að koma mér í form eftir barneign.  Það er ekki hægt að biðja um það betra, Kerrupúl gerir manni kleift að hreyfa sig en á sama tíma njóta samverunnar með barninu sínu, anda að sér fersku lofti og kynnast frábæru fólki.  Kerrupúlið brýtur upp hversdagsleikann og er svo tilvalin leið til að rækta líkama og sál. -Aldís Magnúsdóttir

Ég fór í Kerrupúl vegna þess að mig langaði að fá einhverja tilbreytingu frá því að vera í hefðbundnum göngutúrum. Mig langaði líka að komast í eitthvað form og auka þolið hjá mér. Svo spillir ekki fyrir að geta verið úti í náttúrunni í Laugardalnum og púlað þar enda þoli ég ekki vera inni í líkamsræktarstöðvum og þar er þessi endalausa svitalykt! Síðan er líka annað mál með Kerrupúlið þar get ég verið úti með dóttur mína og hún sefur í vagninum á meðan ég er að púla sem mér finnst algjör snilld. Ég hef ekki áhuga á því að setja dóttur mína í pössun á einhverri líkamsræktarstöð þar sem aðviðkomandi þekkir ekki barnið mitt. Mér datt ekki í hug að það væri hægt að gera svona margar æfingar með vagninn eins og þær eru endalaust duglegar að koma með nýtt prógramm í hverjum tíma. Kerrupúl hefur tvímælalaust aukið þolið hjá mér, aukið styrk í líkamanum hjá mér. Það sem er gaman við Kerrupúlið er að maður er að hitta aðrar konur í sömu stöðu og maður sjálfur, í staðinn fyrir að vera einn út að ganga með vagninn er maður í hóp og með félagsskap af öðrum konum. Kerrupúl kemur manni af stað á morgnana og þegar tíminn er búinn er maður mjög ánægður með að hafa mætt í tímann enda er maður endurnærður eftir hvern tíma. Ég er miklu hressari á daginn eftir að ég byrjaði í Kerrupúli og ég er ekki eins þreytt á kvöldin. Kerrupúlið er mjög skemmtilegt í alla staði enda er fjölbreytnin mikil. Ég er allavega reynslunni ríkari eftir minn tíma í Kerrupúli og tvímælalaust á ég eftir að fara aftur með næsta barn. -Móðir í Reykjavík

Ég fór í Kerrupúl þar sem mér fannst spennandi að geta verið utandyra í leikfimi í frísku lofti meðan barnið svaf morgunlúrinn sinn í vagninum. Ég er búin að fara á tvö námskeið og þetta hefur verið alveg frábært! Tímarnir eru skemmtilegir og mjög fjölbreyttir, enginn einn tími eins. Maður getur líka stýrt því svolítið sjálfur hversu hraðir og erfiðir tímarnir eru. Veðrið hefur bara einu sinni verið til trafala á þessum tveimur mánuðum svo það er engin hindrun! Maður er oft latur á morgnana þegar maður er einn heima með barn en þegar maður er kominn á staðinn í Kerrupúl er maður svo lifandi feginn og ánægður og dagurinn verður bara miklu betri. -Móðir 4.mánaða gamallar stúlku í Reykjavík

Um leið og ég frétti af Kerrupúli var ég fljót að skrá mig, vissi að þetta væri rétta hreyfingin fyrir mig. Þetta eru alveg snilldar tímar, tekið vel á því,fjölbreyttar og góðar æfingar, skemmtilegir kennarar og síðast en ekki síst get haft barnið með mér. Kerrupúl hefur hjálpað mér að ná þolinu upp á alveg ótrúlega skömmum tíma, létt lundina við alla þessa útiveru og maður drífur sig út að ganga í hvaða veðri sem er og maður kemst að því að það er aldrei eins slæmt og maður hélt. Ég mæli hiklaust með kerrupúli fyrir allar nýbakaðar mæður. -Móðir í Reykjavík

Reynslublogg:

http://meyja.wordpress.com/2012/06/12/kerrupul-i-laugardalnum/