Æfingakerfi
Kerrupúl 3 september 2018

Kerrupúl 3 september 2018

Haustið dásamlega í Laugardalnum er þá mætt í allri sinni dýrð og við ætlum að hefja leika í Laugardalnum næstkomandi mánudag á okkar frábæru kerrupúlsnámskeiðum.
Kerrpúlsnámskeið er útivistar og líkamsræktarnámskeið þar sem við örkum/skokkum og gerum æfingar með eigin líkamsþyngd í fallegu umhverfi í Laugardalnum.
Við hittumst stundvíslega kl 10:00 fyrir framan innganginn á Húsdýragarðinum/Grasagarðinum. Næg bílastæði þar hjá við skautahöllina.
Við hvetjum ykkur til að klæða ykkur eftir veðri en aðallega í þægilegum íþróttfatnaði og frekar fleiri lögum en færri, því þið verðið fljótar að hitna. Við mælum með að þið séuð með vetlinga, sérstaklega ef þið eruð með barnið á brjósti, og jafnvel þó það sé hlýtt úti. Bæði setjum við hendur stundum í jörðu og svo er fylgni á milli brjóstastífla og handkulda. Einnig mælum við með því að hafa vatnsbrúsa með í för og vera duglegar að drekka á æfingunni og strax eftir æfinguna
Við byrjum rólega en Kerrupúlið virkar þannig að það hentar öllum. Bæði byrjendum sem og lengra komnum en allar eigið þið það sameiginlegt að vera nýbúnar að eignast barn þó svo formið sé auðvitað misjafnt hjá hverri og einni á meðgöngu og fyrir meðgöngu. Markmiðið er að styrkja okkur og bæta eftir barnsburðinn með skemmtilegum og krefjandi æfingum úti í nátturunni um leið og við njótum samvista með barninu okkar og öðrum mæðrum á svipuðum stað í lífinu.
Námskeiðið er 12 vikna 3 sept til 24 nóvember og er kennt alla mán, mið og fös kl 10-11
Verðið er 25990kr og greiða þarf inn á eftirfarandi reikning í síðasta lagi eftir fyrsta tímann.
313-13-700734      kt.5901102560
Enn er laust pláss á námskeiðið, svo endilega dragið vinkonur með ykkur og breiðið boðskapnum. Ef einhverra hluta vegna þú ert á þessum póstlista og getur ekki verið með okkur á námskeiðinu, vinsamlegst staðfestu það með því að svara þessum pósti. Annars gerum við ráð fyrir þér á námskeiðinu.
Ef einhverjar spurningar eru, endilega sendið okkur línu.
Hlökkum annars til að sjá ykkur hressar og kátar næst mánudag

Leave a reply