Æfingakerfi
Nýtt ár, ný námskeið

Nýtt ár, ný námskeið

Gleðilegt árið kæru mömmur í fæðingarorlofi
Ný námskeið hófust hjá okkur núna 5 janúar. Við erum á sama stað og sama tíma og áður, þeas mán, mið og fös kl 10:30 í Laugardalnum. Veðrið hefur tekið hressilega á móti okkur á þessu nýja ári, en það þarf ekkert að óttast, það eru bæði upphituð og mjög svo skjólgóð svæði í grennd við dalinn sem við stiðjumst við í verstu veðrum. Auk þess er Laugardalurinn með skjólsælustu svæðum í Reykjavík og oft eins og að koma til annars lands að mæta í dalinn frá nærliggjandi íbúðarhverfum.
Við hlökkum því til að taka á móti þér og barninu þínu á þessu nýja ári og auka jafn líkamlegt og andlegt hreysti hjá þér með faglegri þjálfun, hreinu lofti og frábærum félagsskap.

Leave a reply